Frá setningarathöfninni. Ljósmynd: Umfi.is
Frá setningarathöfninni. Ljósmynd: Umfi.is
Tekið á móti viðurkenningu. Ljósmynd: Umfi.is
Tekið á móti viðurkenningu. Ljósmynd: Umfi.is
Tekið á móti viðurkenningu. Ljósmynd: Umfi.is
Tekið á móti viðurkenningu. Ljósmynd: Umfi.is
Fréttir | 27. júní 2015 - kl. 23:28
Fullt út úr dyrum á setningarathöfninni

Félagsheimilið á Blönduósi var fullt út að dyrum þegar fimmta Landsmót UMFÍ var sett í gærkvöldi. Yfir 400 manns voru á setningunni og mikil og góð stemning, að því er fram kemur á vef UMFÍ. Keppni á mótinu hófst á föstudaginn í einstakri veðurblíðu og var haldið áfram í allan dag í góðu veðri. Mótinu lýkur síðan eftir hádegið á morgun.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti mótið og meðal annarra sem fluttu ávörp voru Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Einar Kristján Jónsson, formaður landsmótsnefndar, og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara.

Á setningunni voru veittar viðurkenningar í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ færði Blönduósbæ viðurkenningu fyrir framkvæmd og aðkomu að mótinu sem tókst afskaplega vel.

Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, veitt viðurkenningunni móttöku, og þakkaði UMFÍ og öllum þeim sem komu að framkvæmd og undirbúningi mótsins fyrir vel unnin störf.

Þá voru tveir einstaklingar sæmdir starfsmerki UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir sæmdi þær Sigrúnu Líndal og Berglindi Björnsdóttir starfsmerki hreyfingarinnar fyrir vel unnin störf innan Héraðssambands Austur-Húnvetninga.

 

 

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga