Fréttir | 28. júní 2015 - kl. 07:23
Villtist af leið í víðavangshlaupi

Kona villtist af leið í víðavangshlaupi í Húnaveri í gær. Björgunarsveitir úr Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði voru kallaðar út til að leita að henni og fannst hún heil á húfi nokkru seinna. Ætlunin var að hlaupa frá Húnaveri, upp Þverárdal, Laxárdal og víðar og svo til baka í Húnaver.

Björgunarsveitarmenn voru í símasambandi við konuna og fengu hana til að bíða þar sem hún var og lýsa staðarháttum. Þannig var hægt að finna með ágætri nákvæmni hvar konan var staðsett. Hún fannst í Laxárdal þar sem hún sat og beið aðstoðar í ágætu veðri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga