Efstir í karlaflokki. Ljósmynd: Umfi.is
Efstir í karlaflokki. Ljósmynd: Umfi.is
Efstar í kvennaflokki. Ljósmynd: Umfi.is
Efstar í kvennaflokki. Ljósmynd: Umfi.is
Fréttir | 28. júní 2015 - kl. 22:51
Nýtt landsmótsmet í stígvélakasti

Nýtt landsmótsmet var sett í stígvélakasti á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi í dag. Stígvélakastið var lokagrein mótsins. Það var hinn landsþekkti stangarstökkvari hér á árum áður, Kristján Gissurarson sem setti metið, kastaði 29,55 metra. Blönduósingurinn Skarphéðinn Einarsson varð annar með kast upp á 22,81 metra og Jón Gissurarson varð þriðji, kastaði 22,46 metra.

Í kvennaflokki sigraði Húnvetningurinn Angela Berthold, kastaði 21,80 metra. Svanborg Þ. Frostadóttir var önnur og kastaði 19,16 metra og Guðrún Birna Haraldsdóttir kastaði 18,89 metra og lenti í þriðja sæti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga