Ljósmynd: Skagastrond.is
Ljósmynd: Skagastrond.is
Fréttir | 29. júní 2015 - kl. 19:36
Hjónavígsla á Spákonufellshöfða

Hjólavígsla fór fram á Spákonufellshöfða á Skagaströnd 19. júní síðastliðinn. Það telst kannski ekki til mikilla tíðinda að ástfangin pör gifti sig en þessi hjónavígsla var sérstök að því leiti að um var að ræða fyrrum Nes listamenn sem dvöldu í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd árið 2012. Staðurinn er brúðhjónunum hjartfólginn og er hann í uppáhaldi hjá þeim.

Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar og þar má sjá myndir frá athöfninni. Það voru fyrrum Nes listamennirnir Elizabeth Layton og Sidney Blevins sem giftu sig á Spákonufellshöfðanum. Þau komu til Íslands frá Bandaríkjunum með tveggja ára son sinn Strummer til að kynna honum land og þjóð og til að gifta sig en séra Bryndís Valbjarnardóttir gaf þau saman.

Liz og Sid eins og þau eru kölluð voru bæði á Skagaströnd í febrúar 2012 en Liz kom síðan aftur í maí sama ár.

Á vef Skagastrandar segir að stundin hafi verið ljúf, veðurguðirnir sáttir og Höfðinn og Spákonufellið hafi verið fallegur bakgrunnur athafnarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga