Fréttir | 05. júlí 2015 - kl. 22:03
Húnavaka 2015 dagana 16. - 19. júlí
Dagskrá Húnavöku er komin á netið

Húnavaka 2015 verður dagana 16. – 19. júlí n.k. og er dagskráin farin að kvissast út. Nokkrir hefðbundnir dagskrárliðir verða s.s. grill í gamla bænum, Stóri fyrirtækjadagurinn, Mikróhúnninn, Blönduhlaup USAH og brekkusöngur. Annað sem verður í dagskránni er m.a. pöb-quiz á Hótel Blönduóss, veltibíllinn bæði föstu- og laugardag, Sirkus Ísland, Skoppa og Skrítla, Felix Bergsson, boltafjör markaðsstemning, hoppukastalar, Kjötmeistarafélag Íslands grillar lambakjöt, Páll Óskar, stórhljómsveitin Demó og margt fleira.

Nánar um dagskránna á fésbókarsíðu Húnavöku 2015.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga