Fréttir | 07. júlí 2015 - kl. 10:06
Landsmótsstaurinn er skreyttur

Verkefnið Prjónagraff á Blönduósi er í fullum gangi þetta sumarið eins og sjá má víða um bæinn.
Þátttakendum og gestum á Landsmóti UMFÍ 50+ bauðst að taka þátt og skreyta Landsmótsstaurinn, en það er ljósastaurinn á hringtorginu inn í bæinn að vestanverðu.
Hægt var að grípa í garn, prjóna og heklunálar á áhorfendapöllum Íþróttamiðstöðvarinnar á meðan mótinu stóð og voru margir sem tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum. Auk stykkja frá Landsmótinu og gestum þess eru nokkur frá heimafólki. Útkoman er sannarlega fjölbreytt og skemmtileg – alveg eins og Landsmótsgestir á Landsmóti UMFÍ 50+.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga