Fallegasta og frumlegasta sultukrukkan. Myndin er af Facebook.
Fallegasta og frumlegasta sultukrukkan. Myndin er af Facebook.
Dómnefndin að störfum.
Dómnefndin að störfum.
Þóra ásamt börnunum sínum.
Þóra ásamt börnunum sínum.
Fréttir | 20. júlí 2015 - kl. 17:54
Draugagangur besta sultan

Í sultukeppninni á Húnavöku varð sultan Draugagangur valin best en eigandi hennar er Þóra Lúthersdóttir og Jóhanna María dóttir hennar. Innihald sultunnar er rauður rabarbari, sultusykur, jarðarber, strásykur og sultuhleypir. Fallegasta og frumlegasta sultukrukkan bar nafnið Skósveinn og var eigandi hennar einnig Þóra Lúthersdóttir og sonur hennar Ólafur Egill.

Alls bárust 19 sultukrukkur í sultukeppnina sem er nýr viðburður á Húnavöku. Fimm manna dómnefnd fékk það verkefni að smakka sulturnar og dæma þær, sem og að meta útlit krukknanna.

Samkaup Úrval á Blönduósi gaf glæsilegar gjafakörfur í verðlaun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga