Fréttir | 23. júlí 2015 - kl. 13:21
Fyrsta einkasýning Höskuldar

Höskuldur Birkir Erlingsson heldur ljósmyndasýningu á kaffihúsinu Ömmu kaffi á Blönduósi frá 24. júlí til 1. september.  Sýningin hefur hlotið nafnið „ Fossar í Húnaþingi“ og er henni ætlað að vekja athygli á þeim fallegu fossum sem Húnvetningar eiga. Myndirnar eru í svarthvítu og teknar á árunum 2014 og 2015.

Höskuldur segir að þeir fossar sem húnvetnsku árnar skarti séu margir hverjir mikilfenglegir og ekki á allra vörum. Listinn sé ekki tæmdur með þessari sýningu og ljóst að hægt sé að ljósmynda marga fleiri.

Þetta er fyrsta einkasýning Höskuldar og eru allir velkomnir og hvattir til að kíkja á Ömmu kaffi, fá sér rjúkandi heitt kaffi og með því,  horfa á sýninguna og njóta ljósmyndanna.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga