Fréttir | 23. júlí 2015 - kl. 17:27
Héraðsmót USAH fór fram í kulda og trekki á Blönduósvelli

Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram á Blönduósvelli í gær og fyrradag. Veðrið setti nokkurn svip á mótið en kalt var í veðri og mikill vindur. Hörku keppni var á mótinu á milli félaga en sigurvegari mótsins í liðakeppni varð Umf. Fram með 380,5 stig, í öðru sæti urðu Geislar með 368,5 stig, í þriðja sæti varð UMFB með 298 stig og í fjórða sæti varð Hvöt með 187 stig.

Í einstaklingskeppninni voru þessir sigurvegarar:

10-11 ára stúlkur Jóhanna Björk Auðunsdóttir, Hvöt 36 stig
10-11 ára piltar Brynjar Daði Finnbogason, Fram 32 stig
12-13 ára stúlkur Freyja Dís Jóhannsdóttir, Fram 26,5 stig
12-13 ára piltar Dagur Freyr Róbertsson, Fram 30,5 stig
14-15 ára stúlkur Valgerður Guðný Ingvarsdóttir, Fram 34 stig
14-15 ára piltar Sigurður Kristófer Skjaldarson, Geislar 32 stig
16-19 ára stúlkur Jenný Rut Valsdóttir, Geislar og Jóhanna Skagfjörð Jónsdóttir, Hvöt jafnar með 30 stig
16-19 ára piltar Anton Þór Einarsson, Fram 37,5 stig
20 ára og eldri konur Steinunn Hulda Magnúsdóttir, Geislar 54 stig
20 ára og eldri karlar Magnús Örn Valsson, Geislar 49 stig

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga