Hestur í Hrútey. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Hestur í Hrútey. Ljósm: Róbert D. Jónsson
"Veiðimenn" í Hrútey
"Veiðimenn" í Hrútey
Fréttir | 30. júlí 2015 - kl. 23:08
Hestur og "veiðiþjófar" í Hrútey

Hrútey er náttúruperla í miðri Blöndu rétt fyrir ofan Blöndubrú og er þekkt fyrir mikið fuglalíf og náttúrufegurð en að auki verpir gæsin þar á vorin og er eyjan lokuð á meðan á varpinu stendur. Fjöldi ferðamanna heimsækir eyjuna á hverju ári en sjaldgæft er að hestar geri sér ferð út í eyjuna en einn slíkur gerði það í gær. Róbert Daníel Jónsson, áhugaljósmyndari, náði nokkrum góðum myndum af folanum í eyjunni en hann hafði það gott um stund eða þangað til hann var sóttur af eiganda sínum.

Hestur í Hrútey var ekki það eina sérstæða sem Róbert tók myndir af í gær heldur voru tveir ferðamenn að renna fyrir laxi á brúnni sem veitir aðgang að eyjunni og höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því að það þyrfti að hafa leyfi til þess að veiða sér í soðið.

Fleiri myndir af hestinum og „veiðiþjófunum“ má finna á Fésbókarsíðu Róberts https://www.facebook.com/robbidan75?fref=ts.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga