Fréttir | 27. ágúst 2015 - kl. 13:13
Fréttir í Feyki úr A-Hún.

Nýr og ferskur Feykir kom út í dag og þar er að vanda að finna fjölbreyttar fréttir og annan fróðleik af Norðurlandi vestra. Í blaðinu er t.d. sagt frá réttardögum, aflafréttum, Íslandsmeti Snjólaugar og ályktun Húnavatnshrepps um samgöngumál og brúargerð. Rætt er við Arnar Frey Arnarsson frá Blönduósi og Lárus Blöndal mundar áskorendapennann. Þá er vísnaþáttur í umsjá Guðmundar Valtýssonar á sínum stað.

Áslaug og Sigurður Sverrir á Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar og í blaðinu eru ljóð eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Einnig er fjallað um fjölgun umsókna um félagslegt húsnæði á Norðurlandi vestra og um starfslok framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, svo sitthvað sé nefnt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga