Fréttir | 27. ágúst 2015 - kl. 13:23
Réttardagar í Húnavatnssýslum

Um langt árabil hefur Bændablaðið tekið saman lista yfir helstu fjár- og stóðréttir á landinu. Réttarlistinn fyrir komandi haust hefur nú verið birtur á vef Bændablaðsins. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til aðstoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn.

Minnt er á að villur gætu hafa slæðst inn í listann og þannig eru lesendur hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.

Réttir í Húnavatnssýslum og á Ströndum, í stafrófsröð:

Auðkúlurétt við Svínavatn, A-Hún. laugardaginn 12. sept. kl. 8.00
Beinakeldurétt, A-Hún. þriðjudaginn 15. sept. kl. 09.00
Fossárrétt í A-Hún. laugardaginn 5. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V-Hún. laugardaginn 12. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A-Hún. laugardaginn 5. sept. kl. 16.00
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. laugardaginn 5. sept. kl. 9.00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardaginn 19. sept. um kl. 16.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 5. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. laugardaginn 29. ágúst kl. 16.00
Skrapatungurétt í Laxárdal, A-Hún. sunnudaginn 6. sept. kl. 10.00
Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. laugardaginn 12. sept. kl. 8.30
Sveinsstaðarétt, A-Hún. sunnudaginn 13. sept. kl. 10.00
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. föstudaginn 11. sept. kl. 12.00
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. (seinni réttardagur) laugardaginn 12. sept. kl. 9.00
Valdarásrétt í Fitjárdal, V-Hún. föstudaginn 11. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugardaginn 12. sept. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V-Hún. laugardaginn 12. sept. kl. 12.00

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga