Tilkynningar | 28. ágúst 2015 - kl. 19:59
Sundæfingar sunddeildar Hvatar haustið 2015

Sundæfingar sunddeildar Hvatar hefjast að nýju í næstu viku, mánudaginn 31. ágúst. Eldri hópur, árgangur 2007 og eldri, æfir tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 17:00-18:00 í sundlaug, þjálfari er Katrín Sif Rúnarsdóttir. Að auki verða þrekæfingar á föstudögum klukkan 14:30-15:10 fyrir iðkendur í 5.-7. bekk og á laugardögum klukkan 15:00-15:40 fyrir 8.-10. bekk (nemendur í dreifnámi einnig velkomnir) en það er Erla Jakobsdóttir sem sér um þá tíma (Metabolic unglinganámskeið).

Yngri hópur æfir einu sinni í viku, á mánudögum. Börn fædd 2010 eru með æfingartíma frá kl. 16:30-17:00 og börn fædd 2008 og 2009 frá kl. 17:00-17:30. Þjálfarar eru Catherine Chambers og Ásta María Bjarnadóttir. 

Fram að áramótum verða ekki innheimt æfingagjöld fyrir sundæfingar. Börn í 5.-10. bekk sem æfa sund mæta jafnframt á þreknámskeið sér að kostnaðarlausu.

Skráningar berist á netfangið hvotsund@hotmail.com

Fyrirhugað er að hafa sundnámskeið fyrir börn fædd 2011-2012 í september og námskeið fyrir fullorðna í haust, nánar auglýst síðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga