Fréttir | 01. september 2015 - kl. 09:04
Brunaútkall í Félagsheimilið á Blönduósi

Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út í fyrrakvöld en þá var tilkynnt um hugsanlegan eld í Félagsheimilinu á Blönduósi en brunaviðvörunarkerfi hússins fór í gang og vegfarendur urðu varir við reykjalykt fyrir utan húsið. Rúmlega 10 slökkviliðsmenn mættu í útkallið en sem betur fer var einungis um að ræða fikt með flugelda fyrir utan húsið en einum þeirra hafði verið kastað inn um opinn glugga á karlasalerninu.

Betur fór en á horfðist en full ruslatunna af bréfþurrkum stóð undir glugganum en flugeldurinn lenti nokkru frá henni og því þurfti einungis að reykræsta salernið.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga