Fréttir | 01. september 2015 - kl. 12:40
Prjónagraffið fjarlægt á miðvikudaginn
frá prjónagröffurum á Blönduósi

Nú eru mánaðamót ágúst/september komin og þá þarf að taka niður fínu skreytingarnar sem hafa glatt okkur bæjarbúa í sumar. 

Á miðvikudaginn þarf að taka niður allt skrautið og eru þeir sem hengdu upp á staura beðnir um að taka niður af þeim þann dag. 

Á miðvikudagskvöldið kl. 20:30 er svo boðið upp á svolitla uppskeruhátíð í Kvennaskólanum þar sem við förum yfir sumarið og setjum okkur markmið fyrir framhaldið. Kaffi og meðlæti í boði. 

Þeir sem tóku þátt í sumar eru hvattir til að mæta í Kvennaskólann og einnig þeir sem vilja vera með í því sem koma skal.

 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga