Fréttir | 01. september 2015 - kl. 14:11
Bókasafnsdagurinn í Héraðsbókasafni A-Hún.

Þriðjudaginn 8. september næstkomandi er bókasafnsdagur. Eitt af markmiðum dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu undir kjörorðinu "Lestur er bestur - fyrir alla". Í tilefni dagsins býður Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu upp á kaffi og meðlæti allan daginn frá klukkan 10:00.

Gestir eru hvattir að skoða skiptibókahillu safnsins og skila inn hugmyndum og tillögum um "betra bókasafn" (t.d. varðandi opnunartíma, þjónustu eða úrval).

Einnig verður dreginn út vinningshafi úr sumarlestrinum bókasafnsins, en vinningur er gjafakort í bókabúð að verðmæti 10.000 krónur.

Þau börn sem tóku þátt í átakinu eru hvött til að mæta klukkan 16:00. Allir eru velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga