Fréttir | 08. október 2015 - kl. 07:30
Almennir fundir um málefni hestamanna

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hafa farið fram víðsvegar um land síðustu daga og nú er komið að Húnavatnssýslum. Næsti fundur verða haldinn á Gauksmýri í Húnaþingi vestra Ã­ kvöld og hefst hann klukkan 20:30. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:

• Markaðsátak í hestamennsku – kynning.
• Sýningarárið 2015 í kynbótadómum.
• Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.
• Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.
• Framkvæmd Landsmóts 2016.

Eins og sjá má á dagskránni verður margt áhugavert á döfinni og mikilvægt að hestafólk fjölmenni á fundina. Með þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt, verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga, og munu þeir verða frummælendur fundanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga