Deiliskipulag í landi Sveinsstaða
Deiliskipulag í landi Sveinsstaða
Fréttir | 06. október 2015 - kl. 13:03
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag í landi Sveinsstaða

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti 22. september síðatliðinn að leita umsagna um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Sveinsstaða. Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð og er íbúum og hagsmunaaðilum gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið, ábendingar og athugasemdir við lýsinguna. Skal þeim skilað á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum.

Fyrirhugað er að deiliskipuleggja svæði í landi Sveinsstaða sem nær yfir Þrístapa, Ólafslund, gamla skólahúsið, byggingarsvæði tengt búskap á jörðinni og svæði fyrir frístundabyggð sunnan þjóðvegar 1 og austan Vatnsdalsvegar. Deiliskipulagssvæðið er um 65 ha. Samkvæmt Aðalskipulagi Húnavatnshrepps er deiliskipulagssvæðið landbúnaðarsvæði.

Helstu markmið deiliskipulagstillögunnar er að skilgreina lóðir fyrir núverandi og fyrirhugaða starfsemi á svæðinu, að opna fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu, að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur og að varðveita menningarminjar og gera þær aðgengilegar og upplýsandi.

Skipulagslýsing verður send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum í upphafi verks. Þar með er umsagnaraðilum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Skipulagslýsing verður auglýst í blöðum og verður hún til sýnis á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum og á vef sveitarfélagsins. Samráðs- og umsagnaraðilar verða Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og íbúar og hagsmunaaðilar á skipulagssvæðinu.

Sjá má auglýsingu Húnavatnshrepps hér.

Sjá má skipulagslýsingu hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga