Ljósmyndir: Höskuldur B. Erlingsson
Ljósmyndir: Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 07. október 2015 - kl. 10:04
Mögnuð norðurljós yfir Blönduósi

Mikil og mögnuð norðurljós sáust frá Blönduósi í gærkvöldi og náði Höskuldur Birkir Erlingsson fallegum myndum af þeim sem sjá má á Facebook síðu hans. Norðurljós eru náttúruleg ljós á himni sem verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar agnir, aðallega rafeindir, frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 kílómetra hæð, að því er segir á Stjörnufræðivefnum.

Algengustu litir norðurljósa eru gulgrænn, grænn og rauður sem súrefni gefur frá sér en rauðleit og fjólublá litbrigði af völdum niturs sjást líka stundum. Eins og myndirnar bera með sér voru norðurljósin í gærkvöldi yfir Blönduósi að mestu græn og gulgræn.

Greinilegt er að norðurljósin í gærkvöldi sáust víðsvegar um landið og hefur fólk verið duglegt að taka myndir af þeim. Sjá má fjölda fallega mynda af norðurljósunum í gærkvöldi yfir Íslandi á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga