Skjáskot úr Fréttablaðinu í dag
Skjáskot úr Fréttablaðinu í dag
Fréttir | 07. október 2015 - kl. 10:31
Fálki gerði usla í hænsnakofa

Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Sagt er frá þessu í Fréttablaðinu í dag og er mynd af fálkanum á forsíðu blaðsins.

Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna í samtali við Fréttablaðið.

Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“

Sjá nánari umfjöllun í Fréttablaðinu í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga