Fréttir | 16. október 2015 - kl. 09:49
23. ársþing SSNV haldið á Blönduósi

Tuttugasta og þriðja ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er haldið í dag í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þingið sækja 30 fulltrúar sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, stjórn SSNV, stjórnendur sveitarfélaganna og gestir.

Auk hefðbundinna dagskrárliða verða atvinnumál og byggðaþróun þema þingsins. Þar eru framsögumenn Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi formaður stjórnar Byggðastofnunar og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa ehf.

Gestir þingsins verða Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og alþingismaður Norðvesturkjördæmis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga