Ný stjórn. Ljósmyndin er af Facebook síðu samtakanna.
Ný stjórn. Ljósmyndin er af Facebook síðu samtakanna.
Fréttir | 13. október 2015 - kl. 22:06
Hollvinasamtök Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna stofnuð

Hollvinasamtök Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna voru stofnuð á dögunum. Stjórn samtakanna er skipuð þeim Ragnari Braga Ægissyni formanni, Kristínu Ólafsdóttur gjaldkera, Vilhelm Vilhelmssyni ritara og Benjamín Kristinssyni og Þorsteini Sigurjónssyni sem eru meðstjórnendur. Þeir sem vilja ganga til liðs við samtökin er bent á að hafa samband við stjórnina.

Formaður samtakanna, Ragnar Bragi, er frá Jörfa í Vestur-Húnavatnssýslu og er hann nítján ára. Í samtali við Feyki segir Ragnar að tildrög þess að samtökin voru stofnuð hafi verið vegna þess að safnið hefur verið hálfgert olnbogabarn lengi og erfitt hafi verið að fá fjármagn til að standa almennilega að viðburðum og sýningum. Einnig hafi verið erfitt að fá fjármagn til að viðhalda húsnæði safnsins.

Hollvinasamtökin er á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga