Fréttir | 18. nóvember 2015 - kl. 22:08
Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og hestamanna

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamanna verður haldin laugardaginn 28. nóvember næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi skemmtikraftur og eftirherma Hermann Árnason.

Boðið verður upp á þriggja rétta glæsikvöldverð. Í forrétt verður: Reyktur lax, grafið hrossafille , lambapaté, sjávarréttasalat og léttsaltaðir þorskhnakkar ásamt meðlæti. Í aðalrétt verður: Ofnsteikt lambalæri með rauðvínssósu, reykt svínakjöt með sinnepsgljáa, ýmiskonar kartöflur, salat og grænmeti. Í eftirrétt verður: Skógarberjaterta, súkkulaðimús, blandaðir eftirréttir og ávaxtasalat.

Uppistand og verðlaunaafhending í bland. Trukkarnir leika fyrir dansi. Miðaverð er 6.900 krónur.

 Miðapantanir verða hjá eftirfarandi:
 Gullu s: 848 9447
 Maríönnu s: 848 2947
 Rúnari Aðalbirni s: 662 6841
 Magnúsi s: 897 3486

 Skráningu lýkur mánudagskvöldið 23. nóvember næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga