Fréttir | 22. nóvember 2015 - kl. 20:24
Dýrbítur á ferð í Svartárdal

Dýrbítur er á ferð í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu en kind fannst þar illa útleikin í gær og varð að lóga henni á staðnum. Bóndi úr dalnum fann kindina við bæinn Stafn en hún var í eigu Sigursteins Bjarnasonar í Stafni. Á meðfylgjandi myndum geta glöggir séð hvað gengið hefur á og hvernig dýrbíturinn hefur herjað á kindina, hún varist og haft betur, en örlögin voru ráðin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga