Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 26. nóvember 2015 - kl. 07:56
Jóla“notalegheit í Blönduskóla

Þriðjudaginn 1. desember næstkomandi ætlar stjórn Foreldrafélags Blönduskóla að halda svokölluð jóla-notalegheit í Blönduskóla frá klukkan 17 til 19. Þar koma allir saman, foreldrar og börn, ömmur og afar og allir hinir og föndra jólakort, mála piparkökur. Þá verða þær Berglind og Páley með spilastöð og kenna nýjustu spil skólans.

Á staðnum verður pappír og ýmislegt fleira til jólakortaföndurs en allir eru hvattir til að koma með liti, lím, skæri og fleira sniðugt til kortagerðar. Piparkökur verða til sölu (5 kökur á 50 krónur) og verður boðið upp á glassúr til skreytingar.

Opið hús
Nú hefur gamli íþróttasalurinn í Blönduskóla öðlast nýtt hlutverk. Í byrjun nóvember var þar opnaður matsalur fyrir skólann. Af því tilefni verður opið hús í nýja matsalnum í tengslum við jóla-notalegheit, milli klukkan 17 og 19 og er bæjarbúum velkomið að koma og skoða breytingarnar. Fyrir þá sem ekki vita þá er matsalurinn í gamla íþróttasalnum sem er fyrir aftan Gamla skólann.

Kaffihús
Samkvæmt venju mun 10. bekkur vera með kaffisölu á þessum tíma og verður með opið kaffihús í nýja matsalnum.

Vaffla/skúffukaka með drykk kr. 500,-
Vaffla/skúffukaka kr. 400,-
Kaffi kr. 200,-
Djús kr. 100,-

Nemendur frá Tónlistarskóla A-Hún. munu koma og spila fyrir gesti á kaffihúsi 10. bekkinga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga