Fréttir | 30. nóvember 2015 - kl. 11:30
Sviðamessa Lionsklúbbsins á Blönduósi

Lionsklúbburinn á Blönduósi heldur sína árlegu og stórskemmtilegu Sviðamessu þann 4. desember á Hótel Blönduósi og hefjast herlegheitin kl. 20:00. Messan er öllum opin að þessu sinni, bæði konum og körlum, og er það í fyrsta skiptið sem það er.

Ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Aðgangseyrir er kr. 4.500 en tekið skal fram að enginn posi verður á svæðinu og því nauðsynlegt að taka með sér laust fé.

Húsið opnar kl. 19:00 og mæting skal tilkynnt hjá Kára í síma 8445288 eða Stefáni í síma 8484509.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga