Fréttir | 01. desember 2015 - kl. 10:01
Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Miðvikudaginn 2. desember klukkan 20:00 stendur Gleðibankinn fyrir Jólabókakvöldi í Bjarmanesi á Skagaströnd. Þar ætla heimamenn að lesa úr bókum og eru allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður með kakó, kaffi og smákökur til sölu. Aðgangur er ókeypis. Lesið verður úr eftirtöldum bókum:

Dagný Rósa Úlfarsdóttir les úr bókinni Hersetan á Norðurlandi vestra

Sigríður Stefánsdóttir les úr bókinni Hundadagar

Valtýr Sigurðsson les úr bókinni Syndarinn

Lárus Ægir Guðmundsson les úr bókinni Kvenfélagið Eining 1927-2013

Guðmundur Egill Erlendsson les úr bókinni Útkall

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir les úr bókinni Dimma

Hjörtur Guðmundsson les úr bókinni Utangarðs?

Vera Ósk Valgarðsdóttir les úr bókinni Hvítir veggir og Öskraðu gat á myrkrið

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga