Fréttir | 01. desember 2015 - kl. 15:23
Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 5. desember næstkomandi klukkan 15:00 fer fram upplestur úr bókum og kynning á þeim í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Heitt súkkulaði og smákökur verða í boði. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Eftir upplesturinn verður hægt að kaupa og fá áritaðar bækur þeirra höfunda sem eru viðstaddir.

Bjarni Guðmundsson les úr og kynnir bók sína Íslenska sláttuhætti.

Stefanía A. Garðarsdóttir les úr bókinni Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson.

Sigrún Ásta Haraldsdóttir les úr og kynnir ljóðabók sína Hvíta veggi.

Páll Þórðarson les úr bókinni Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, eftir Friðþór Eydal.

Vert er að minna á „litlu safnbúðina“ í Heimilisiðnaðarsafninu þar sem fá má sitthvað til jólagjafa s.s. hinar sívinsælu laufabrauðsvörur. Enginn posi er á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga