Fréttir | 04. febrúar 2016 - kl. 22:38
Fjöldahjálparstöð opnuð í Víðihlíð

Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Víðihlíð fyrir ferðahóp. Um það bil fimmtán manns á tíu bílum eru á staðnum. Sigrún Herdís Sigurbjartsdóttir sem býr í íbúð á efri hæð Víðihlíðar stendur vaktina og tekur á móti fólki. Ekki er búið að ákveða hvort fólkið verði í Víðihlíð í nótt. Hugsanlega verður það flutt í Víðigerði eða Dæli ef veður lægir með kvöldinu.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Þar er er haft eftir lögreglunni á Blönduósi að arfavitlaust veður sé í Húnavatnssýslum, sérstaklega í vestursýslunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga