Fréttir | 05. febrúar 2016 - kl. 06:48
Kvennakórinn Sóldís með konudagstónleika

Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu konudagstónleika, sunnudaginn 21. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir klukkan 15:00. Hnallþóruhlaðborð að hætti kvennakórskvenna að loknum tónleikum. Kórstjóri er Helga Rós Indriðadóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson.

Kvennakórinn Sóldís var stofnaður haustið 2010 af þremur konum í Skagafirði, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu og Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga