Fréttir | 07. febrúar 2016 - kl. 12:44
Framsókn með opinn stjórnmálafund á Blönduósi

Framsóknarflokkurinn heldur opna stjórnmálafundi hringinn í kringum landið í kjördæmaviku þingmanna flokksins. Yfirskrift fundanna er „Framsókn fyrir heimilin, leggjum drög að framtíðinni saman í kjördæmaviku okkar um allt land.“ Þriðjudaginn 9. febrúar verður fundur haldinn á Blönduósi og fer hann fram á Pottinum klukkan 12:00. Ásmundur Einar, Jóhanna María og Vigdís mæta á fundinn.

Þetta er annað árið í röð sem Framsóknarflokkurinn stendur fyrir fundaröð af þessu tagi í kjördæmaviku Alþingis.

Á fundunum verða rædd mikilvæg og spennandi málefni, og má þar nefna húsnæðismál, stjórnarskráin, verðtryggingin, einkavæðing bankanna, umhverfismál, ljósleiðarinn, heilbrigðismál og staða eldri borgara og öryrkja. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga