Fréttir | 08. febrúar 2016 - kl. 18:58
Mótaröð Neista - T7

Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi, klukkan 19:00, verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði og er það hluti af mótaröð Neista. Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð. Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára  og yngri og opnum flokki. Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir klukkan 22:00 þriðjudagskvöldið 9. febrúar næstkomandi.

Við skráningu þarf að koma fram; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 2.000 krónur fyrir hverja skráningu og 1.500 krónur fyrir fyrir unglinga.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  heneisti@gmail.com en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ár og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta.

Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem þrír stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga