Þingeyrakirkja
Þingeyrakirkja
Fréttir | 09. febrúar 2016 - kl. 12:12
Söngskemmtun í Þingeyrakirkju

Í tilefni af afmæli Magnúsar Ólafssonar frá Sveinsstöðum bíður hann til söngskemmtunar í Þingeyrakirkju í kvöld klukkan 20:00. Álftagerðisbræður munu skemmta gestum með söng og gamanmálum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilt að mæta á meðan húsrúm leyfir. Ef kirkjan fyllist verður tónleikunum sjónvarpað yfir í Klausturstofu sem er rétt neðan við kirkjuna.

Allar gjafir eru afþakkaðar þ.m.t. blóm og kransar enda á þetta að vera gleðisamkoma en ekki jarðarför, eins og fram kemur í auglýsingu sem birtist í Glugganum í dag. Því er jafnframt komið á framfæri í auglýsingunni að ef fólk vill gefa eitthvað í tilefni þessa atburðar, þá verði hægt að láta peninga í öskju sem verður í kirkjunni og renna þeir óskiptir til Þingeyrakirkju.

Engar ræður verða leyfðar í kirkjunni en þó mun vera búið að gefa þeim bræðrum leyfi til að flytja gamanmál á milli atriða. Afmælisbarnið sjálft mun örugglega segja nokkur orð og þá er skorað á vini og kunningja Magnúsar að senda honum vísur um hann sem hugsanlega verða fluttar milli atriða bræðranna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga