Unglingaflokkur
Unglingaflokkur
Opinn flokkur
Opinn flokkur
Fréttir | 12. febrúar 2016 - kl. 15:38
Mótaröð Neista farin af stað

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram í Reiðhöllinni Arnargerði fyrsta mót vetrarins í mótaröð hestamannafélagsins Neista. Keppt var í tölti, T,7 þar sem riðinn var einn hringur í hægu tölti og einn hringur frjáls ferð. Keppt var í unglingaflokki og opnum flokki. Í unglingaflokki sigraði Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum en Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal báru sigur úr býtum í opnum flokki.

Úrslit mótsins urðu þessi:

Unglingaflokkur (16 ára og yngri):
1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum   6,75
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Keisari frá Hofi    6,25
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar    6,0
4. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum   5,5
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum   5,25

Opinn flokkur 
1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal   6,7  /  7,25
2. Jón Kristófer Sigmarsson og Ösp frá Vallaholti  6,6  / 7,0
3. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti   6,2  /  6,5
4. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum   6,6  /  6,5
5. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi   6,1  / 6,25

Rúnar Örn sigraði B úrslitin og keppti því í A úrslitum. Hlutkesti réði röð Jakobs og Ólafs í 3-4 sæti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga