Hundur
Hundur
Fréttir | 12. febrúar 2016 - kl. 16:45
Mýrarbraut er hundagatan á Blönduósi

Alls eru 50 hundar á Blönduósi samkvæmt nýrri skrá yfir hunda sem birt er á vef sveitarfélagsins. Ef rýnt er í skrána kemur ýmislegt í ljós eins og að Mýrarbraut er mesta hundagatan á Blönduósi en þar búa 32% af öllum hundum staðarins eða 16 talsins. Þá eru tíkur nærri tvöfalt fleiri en rakkar eða 32 tíkur á móti 18 rökkum ef marka má nöfnin á hundunum. Algengasta nafnið á hundi er Freyja en þrír slíkir eru í Blönduósbæ. Annars eru nöfnin mjög fjölbreytt og enginn rakki heitir sama nafni.

Í Blönduósbæ má finna hunda sem heita Skoppa, Skotta og Skrítla, Bósi ljósár, Rocky, Batman og Læka, svo sitthvað sé nefnt. Flestir hundar búa fyrir austan Blöndu eða 41 á móti 9 sem búa fyrir vestan Blöndu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga