Fréttir | 27. apríl 2016 - kl. 07:21
Söngskemmtun Húnakórsins og vorkaffi Húnvetningafélagsins

Húnakórinn í Reykjavík undir stjórn Eiríks Grímssonar og kór Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztína Kallo, halda söngskemmtun í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi klukkan 20:00. Kórarnir verða með fjölbreyttar efnisskrár og einnig munu þeir syngja nokkur lög saman. Aðgangur er ókeypis.

Þann 1. maí verður Húnvetningafélagið með vorkaffi í Húnabúð frá klukkan 14 til 16. Húnakórinn mun flytja nokkur lög og Jón Björnsson ætlar að segja frá fræðslufundum sem haldnir voru í vetur um Húnvetnsk fræði. Áætlað er að halda áfram með þessa fræðslu næsta vetur og mun Jón kynna fyrir þær hugmyndir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga