Fréttir | 27. apríl 2016 - kl. 12:56
Tiltektardagur á Blönduósi

Fimmtudaginn 5. maí, uppstigningardag, verður efnt til tiltektardags á Blönduósi þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til. Að lokinni tiltekt er bæjarbúum boðið að mæta með góða skapið við Félagsheimilið klukkan 18:00 þar sem sveitarstjórn Blönduósbæjar mun grilla fyrir þá.

Í tilefni tiltektardagsins verður gámasvæðið opið frá klukkan 13 til 17. „Tökum nú höndum saman og gerum bæinn okkar enn fallegri,“ segir í auglýsingu frá Blönduósbæ.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga