Vanessa Falle hannaði og prjónaði sokka með íslenska náttúru í huga.
Vanessa Falle hannaði og prjónaði sokka með íslenska náttúru í huga.
Sofia Salazar saumaði út
Sofia Salazar saumaði út
Celia Pym með krökkum sem ásamt fleirum sátu fyrir á myndum fyrir hana.
Celia Pym með krökkum sem ásamt fleirum sátu fyrir á myndum fyrir hana.
Ginni Seehagel óf meðal annars úr þara sem hún fann í fjörunni neðan við Kvennaskólann.
Ginni Seehagel óf meðal annars úr þara sem hún fann í fjörunni neðan við Kvennaskólann.
Á milli þess sem Cornelia Theimer Gardella situr við vefstólana tekur hún ljósmyndir og vinnur með blandaðri tækni.
Á milli þess sem Cornelia Theimer Gardella situr við vefstólana tekur hún ljósmyndir og vinnur með blandaðri tækni.
Fréttir | 01. maí 2016 - kl. 21:52
Listamenn sýna vinnu sína

Listamenn Listamiðstöðvar Textílseturs Íslands sem dvalið hafa í Kvennaskólanum allan aprílmánuð héldu listasýningu í Bílskúrsgalleríi þriðjudaginn 26. apríl sl.

Þau Vanessa Falle, Richard McVetis, Marie O’Connor, Celia Pym, Sofia Salazar, Ginni Seehagel og Cornelia Theimer Gardella sýndu afrakstur vinnu sinnar á sýningunni sem var vel sótt og vöktu verk listamannanna verðskuldaða hrifningu. Þessar mánaðarlegu sýningar eru alltaf að verða vinsælli hjá bæjarbúum sem eru búnir að uppgötva þessa skemmtilegu hefð listamannanna. Nú um mánaðamótin mæta svo nýir listamenn og gaman verður að sjá í hvað þeir nýta tímann sinn á Blönduósi. 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga