Fréttir | 01. maí 2016 - kl. 22:52
Prjónagraffarar hittast enn og aftur

Það hefur verið nóg að gera hjá áhugafólki um að skreyta bæinn með prjóni og hekli. Bæjarbúar hafa framleitt stauraskraut af miklum móð og svo hafa einnig fæðst lömb og hrútar! 
Á morgun, mánudaginn 2. maí, er stefnt að því að klippa nokkra staurakarla í sundur og undirbúa þá undir að fara upp á staura. Þá á einnig að reyna að kortleggja það sem komið er af stauraskrauti og eru því allir hvattir til að koma með það sem þeir eru búnir að prjóna/hekla. 
Nú er aðeins um mánuður til stefnu fram að Prjónagleði og aðeins farið að örla á spennu. 
Þetta verður svo flott hjá okkur og full ástæða til að hlakka til.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga