Fréttir | 03. maí 2016 - kl. 21:45
4G Símans nú einnig á Blönduósi

Blönduós er einn af þeim fjölmörgu stöðum sem nýlega  var tengdur við 4G samband hjá Símanum. Í tilkynningu frá Símanum segir að 4G farsímanet fyrirtækisins nái nú ríflega til 90% landamanna. Þegar búið verður að tengja Grundarfjörð og Búðardal í þessari viku verði hlutfallið komið í um 91%. Síminn stefnir að því að 4G nái til 93,5% landsmanna í lok árs.

Garður, Laugarvatn, Djúpivogur, Skógar undir Eyjafjöllum, Vík, Kirkjubæjarklaustur og Öndverðarnes hafa einnig verið tengdir við 4G netið síðustu vikur. Þá vinnur Síminn sem fyrr að því að þétta 4G netið á höfuðborgarsvæðinu. Netið hefur einnig verið þétt á Akureyri og Akranesi á árinu. Á árinu hefur Síminn einnig sett upp 4G í Borgarfirði eystri og Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga