Fréttir | 20. maí 2016 - kl. 11:11
Hreyfivika í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi tekur þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands sem haldin verður dagana 23.-29. maí. Hreyfivika UMFÍ - "Move Week" er evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.

Sundkeppni sveitarfélaganna
Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað á hvert annað í sundkeppni. Keppnin fer fram dagana 23.-29. maí, báðir dagar meðtaldir.

Þátttakendur skrá á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugar hversu marga metra er synt á hverjum degi.  Sundæfingar og skólasund telst ekki með.  Skráðu þínar ferðir og taktu þátt fyrir þitt sveitarfélag.

FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA SEM TAKA ÞÁTT Í SUNDKEPPNI SVEITAFÉLAGANA.  ÞÁTTTAKENDUR ÞURFA SYNDA FJÓRAR (100 METRA) EÐA MEIRA.

Allar nánari upplýsingar um “Move Week”  á www.umfi.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga