Fréttir | 24. maí 2016 - kl. 11:19
Dýraeftirlitsmaður á Norðurlandi vestra

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf dýraeftirlitsmanns við eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra í Norðvesturumdæmi. Starfsstöð er á Sauðárkróki og er um 100% starf að ræða. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 30. maí næstkomandi. Í auglýsingu frá stofnuninni segir að helstu verkefni séu m.a. eftirlit með dýrahaldi og skráningu um dýrahald og móttaka og úrvinnsla tilkynninga.

Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlit með dýrahaldi þ.á.m. fóðrun, merkingum og aðbúnaði, móttaka og úrvinnsla tilkynninga um illa meðferð á dýrum, öflun og úrvinnsla hagtalna, eftirlit með skráningum um dýrahald og önnur eftirlitsverkefni.

Hæfniskröfur

  • Dýralæknismenntun, búvísindi, búfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

  • Víðtæk þekking á búskap er nauðsynleg

  • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

  • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri

  • Skipulagshæfileikar, drifkraftur og geta til að starfa sjálfstætt

  • Samskiptafærni

  • Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, (jon.jonsson hjá mast.is og í síma 530 4800). Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merkt „Dýraeftirlit“. Umsóknarfrestur er til og með 30.05.2016.  Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, prófskírteini ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga