Mynd: Norðanátt.is
Mynd: Norðanátt.is
Fréttir | 25. maí 2016 - kl. 10:52
Byggðasafnið skreytt myndum barna

Húsnæði Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði fær andlitslyftingu utandyra þessa dagana, en nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra skreyta veggina með myndum og málningu. Fyrsti nemendahópurinn hófst handa í gærmorgun og teiknuðu krakkarnir myndir fríhendis á veggina og mála nú í framhaldinu. Sagt er frá þessu á vefnum Norðanátt.is þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin að láni.

Myndirnar sem málaðar eru tengjast sögu og kennileitum í Húnaþingi vestra, en það hafa krakkarnir verið að vinna með nú í vetur hjá Guðrúnu Ósk Steinbjörnsdóttur, kennara þeirra.

Á vef Norðanáttar má sjá fleiri myndir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga