Fréttir | 29. maí 2016 - kl. 21:00
Kvennahlaupið er á laugardaginn

Frá árinu 1990 hafa konur um allt land sameinast í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ til að minna hverja aðra á mikilvægi hreyfingar. Það er skemmtilegt að hreyfa sig og hreyfing þarf alls ekki að snúast um keppni. 

Kvennahlaupið fer fram um næstu helgi, laugardaginn 4. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið hér á Blönduósi kl. 11, farið verður frá Íþróttamiðstöðinni. 

Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Eru því allar konur hvattar til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. 

Verð á bolum í ár er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 fyrir 12 ára og yngri, en á myndinni má sjá hvernig bolirnir eru á litinn í ár.

Forsala á bolum verður í Íþróttamiðstöðinni á þriðjudaginn kl. 16 – 18 en vinnustaðir geta haft samband við Berglindi í síma 8636037 ef óskað er eftir því að fá hana á staðinn með boli.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga