Tilkynningar | 30. maí 2016 - kl. 10:15
Æfingar hjá Skotfélaginu Markviss

Almennar æfingar hjá Skotfélaginu Markviss verða að venju á miðvikudagskvöldum í sumar milli klukkan 19:30 og 22:00, og verður fyrsta æfing 1. júní næstkomandi. Æfingastjórar á miðvikudagsæfingum verða Guðmann Jónasson og Brynjar Þór Guðmundsson. Æfingar fyrir nýliða og byrjendur verða á þriðjudagskvöldum milli klukkan 20 og 22 og hefjast 7. júní.

Við bendum á að unglingar frá 15 ára aldri geta með leyfi foreldris/forráðamanns stundað æfingar á skotsvæði félagsins (12. grein reglugerðar nr. 787 frá 1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. byggðri á vopnalögum nr. 16 frá 25. mars 1998). Leiðbeinandi verður Guðmann Jónasson.

Hægt er að taka á móti hópum utan auglýst opnunartíma. Nánari upplýsingar í síma 8478686 eða á kronos@simnet.is.

Skotpróf fyrir hreindýraskyttur verður haldið 12 júní næstkomandi. Best er að bóka í tíma ef taka þarf próf í ár. Umsjónarmaður með skotprófum er Sigurður Jónasson, sími 822-4166 eða siggi@17.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga