Fréttir | 30. maí 2016 - kl. 15:09
Prjónahittingur í Kvennaskólanum í kvöld

Prjónagraffarar munu hittast í kvöld í Kvennaskólanum til skrafs og ráðagerða.

Þeir sem ekki komast í kvöld mega gjarnan fara að setja upp sitt graff. Ekki er búið að ráðstafa neinum staurum til einhverra ákveðinna en miðað er við að "karlar og konur" verði á staurum frá brú og út Húnabraut í það minnsta að mótum Húnabrautar og Árbrautar. 

Jóhanna Erla Pálmadóttir vill hvetja þær sem eru búnar að prjóna lopapeysur fyrir Prjónagleðina til að koma og hitta sig í kvöld í Kvennaskólanum.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga