Mynd: Vísindavefurinn
Mynd: Vísindavefurinn
Fréttir | 31. maí 2016 - kl. 15:48
Eyðing skógarkerfils hafin í Húnavatnshreppi

Eyðing á skógarkerfli með skipulögðum hætti er hafin í Húnavatnshreppi. Íbúar sveitarfélagsins eru beðnir um að fylgjast með og senda sveitarstjóra upplýsingar um umfang skógarkerfils í landi sínu og eða koma ábendingum til þeirra aðila sem eru að vinna verkið en Bjarni Guðmundur Ragnarsson í Haga er verktaki í verkefninu.

Skógarkerfill hefur verið að dreifa sér í Húnavatnshreppi undanfarin ár og vinna á að því að hefta útbreiðslu hans með slætti á sumrin. Skógarkerfillinn er vágestur sem dreifir sér hratt þar sem hann hefur náð að sá sér. Er það helst á svæðum sem búpening er ekki beitt og er því líklegast að hann dreifi sér í vegköntum og skurðum og skurðbökkum sem eru afgirtir.

Að sögn Einars K. Jónssonar sveitarstjóra Húnavatnshrepps mun eyðing fara fram á um 20 landareignum í sveitarfélaginu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga