Mynd: vatnsdalsa.is
Mynd: vatnsdalsa.is
Fréttir | 21. júní 2016 - kl. 14:17
Góð byrjun í Vatnsdalsá

Laxveiði hófst í Vatnsdalsá í gær og byrjuðu veiðimenn að veiða um klukkan 15:30. Eftir aðeins tvær klukkustundir var búið að landa ellefu stórlöxum sem voru frá 78-95 sentímetra að lengd. Þegar fyrstu vaktinni lauk í gærkvöldi höfðu veiðst 22 laxar. Þetta ein besta byrjun í langan tíma og miklu betri byrjun en í fyrra en þá veiddust fjórir laxar á fyrstu vaktinni.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin er af vef Vatnsdalsár má sjá Önnu, sem veiddi fyrsta laxinn í Gilárósi á fluguna Baby ray og með henni er leigutakinn Pétur Pétursson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga