Mynd: Skotfélagið Markviss
Mynd: Skotfélagið Markviss
Fréttir | 22. júní 2016 - kl. 11:02
Landsmót STÍ á Blönduósi um helgina

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands fer fram á skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi um helgina. Að venju mæta bestu skotmenn og konur landsins til keppni og stefnir í fjölmennt og spennandi mót að sögn Guðmanns Jónassonar hjá Markviss. Hann segir félagsmenn skotfélagsins hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að enn frekari uppbyggingu á svæðinu og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að "alvöru" skor sjáist á mótinu um helgina.

„Við viljum hvetja áhugafólk um skotfimi til að renna við hjá okkur um helgina og fylgjast með keppninni,“ segir Guðmann og minnir á Facebook síðu félagsins þar sem finna megi allar nýjustu fréttir og myndir úr starfsemi félagsins. Slóðin er: https://www.facebook.com/Skotf%C3%A9lagi%C3%B0-Markviss-48190593328/

Á síðasta Landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn 11.-12. júní síðastliðin sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss í kvennaflokki á skorinu 52/75.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga