Tilkynningar | 26. júní 2016 - kl. 18:25
Listamannaspjall og sýning í Kvennaskólanum

Þriðjudaginn 28. júní klukkan 16:15 verður boðið upp á listamannaspjall í Þórsstofu í Kvennaskólanum á Blönduósi. Kanadíska listakonan Kathleen Vaughan mun segja frá listsköpun sinni og frá því hvernig hún útbýr textílkort, sem byggð eru á göngu sem hjálpar til við að kynnast svæði og finnast tilheyra því.

Vinnan byggist á stafrænni göngu, útsaum og samsetningu af textíl. Kort hennar sýna ást hennar á náttúrunni, sérstaklega á skóglendi og grænum svæðum í borgunum sem hún hefur búið í (Montreal og Toronto). Hún mun einnig segja frá kortinu sem hún er að vinna í núna, sem verður til sýnis á listasýningunni sem er á eftir listamannaspjallinu. Kortið er af göngu hennar á Blönduósi, á þeim tíma sem hún hefur dvalið í listamiðstöð Textílsetursins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga